Veiðisvæðin

Tenglar

Veiðileyfi

Veiði í Selfljóti hefst fyrstu helgina eftir 20. maí ár hvert. Einungis er veitt um helgar og þá aðeins á svæði 1, fram til 20. júní en þá er opnað á veiði á svæðum 1, 2, 4 og 5 alla daga. Svæði 3, 6 og 7 opna síðan 1. júlí. Allri veiði líkur síðan 20. september ár hvert.

Til og með 15. ágúst er veitt frá kl. 7-13 og 15-21, en eftir það frá kl. 7-13 og 14-20. Ef keyptur er heill dagur á svæði 1 er veiðitími frjáls, þó að hámarki 12 tímar á hverjum degi. Þar er því hægt að njóta næturveiði yfir bjartasta tímann og haga veiði eftir föllum hverju sinni.

Veiðileyfi í Selfljót eru seld á netinu í gegnum Veiðitorg.