Veiðisvæðin

Tenglar

3. svæði

Svæðið nær yfir Bjarglandsá, fagra og allvatnsmikla bergvatnsá, sem fellur í Selfljót við eyðibýlið Þórsnes. Beygt er til hægri af Borgarfjarðarvegi utan við bæinn Laufás, inn á veg 943 og ekið framhjá bænum Sandbrekku, síðan eftir slóð að vaði á Bjarglandsá við Þórsnes (um 40 km frá Egilsstöðum).

Neðsti hylurinn nefnis Affallshylur (7), þar fellur kíll í ána Þórsnesmegin. Baunahylur (8) er örlítið ofar við vaðið, en Fosshylur (9) innar í gilinu, nokkru ofar. Í þessa hylji má renna fyrir fisk frá báðum bökkum árinnar.

Tveir skessukatlar eru í ánni við Fosshyl, annar mjög stór og tilkomumikill. Göngubrú er á ánni um 1 km ofan við vaðið, þar fyrir ofan fellur áin í djúpu gljúfri. Góð bleikjuveiði er í Bjarglandsá, einkum síðari hluta sumars.