Sjötta svæði byrjar við Kjarvalshvamm og endar í gili við Hjartarstaðabrú.
Ármótahylurinn (26), þar sem Núpsá og Gilsá mætast, hefur í gegnum tíðina gefið hvað besta veiði. Aðrir veiðistaðir eru Grófarhylur (22), Fljótsklettshylur (23), Bergvaðshylur (24), Dagmálahylur (25), Hábakkahyljir (27), Stekkaneshylur (28), Selklettahylur (29), Illaklifshylur (30) og Brúarhylur (31).
Á svæðinu hafa veiðst yfir 20 punda laxar.