Veiðisvæðin

Tenglar

7. svæði

Sjöunda svæði byrjar við Hjartarstaðabrú og endar í tveimur fossum í Gilsárgili milli túnanna í Gilsárteigi og á Ormsstöðum. Upp neðri fossinn ganga stærstu fiskar ef nóg vatn er í ánni, en sá efri, Nykurfoss, er ófiskgengur með öllu. Upptök Gilsár eru í Vestdalsvatni á Vestdalsheiði, skammt undan Fjarðarheiðar.

Gjöfulasti veiðistaðurinn er sennilega Breiðan (34), lygn staður sem lætur lítið yfir sér. Oft liggja fiskar undir brúnni við Dráttarhamarinn (37) þar sem vegurinn liggur í Gilsárteig en það hefur mörgum reynst sýnd veiði fremur en gefin. Aðrir veiðistaðir á svæðinu eru Brúarhylur (31), Bleshöfðahylur (32), Klapparhylur (33), Stekkaneshyljir (35), Þróarhylur (36), Réttarhylur (38) og Fosshylur (39).