Veiðisvæðin

Tenglar

5. svæði

Svæðið nær frá brú á Selfljóti (á vegi 943) og að Kjarvalshvammi þar sem stendur enn sumarhús málarans.

Svæði 5 er hvergi langt frá þjóðvegi og má t.d. beygja við Kjarvalshvamm sem er 22 km frá Egilsstöðum og ganga þaðan út með fljótinu.

Á svæði 5 eru fjölmargir veiðistaðir og má þar nefna Brúarhyl (14), Forvaðahyl (15), Náttmálshyl (16), Baugahyl (17), Manndrápshyl (18), Hundsoddahyl (19), Óshyl (20), Hvammshyl (21) og Grófarhyl (22). Veiðin er fyrst og fremst urriði og bleikja.